Ferill 522. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1091  —  522. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum um eftirlit með eigendum virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 1. gr.
                  a.      1. málsl. 3. efnismgr. orðist svo: Aðilar sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í viðskiptabanka skulu leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrir fram.
                  b.      Orðið „kennitölu“ í 1. tölul. 4. efnismgr. falli brott.
                  c.      4. tölul. 4. efnismgr. orðist svo: Áform um breytingar á verkefnum viðskiptabanka.
                  d.      8. tölul. 4. efnismgr. orðist svo: Reynslu umsækjanda af fjármálastarfsemi.
                  e.      11. tölul. 4. efnismgr. falli brott.
                  f.      Við 12. tölul. bætist: sbr. 3. mgr. 4. gr.
                  g.      13. tölul. 4. efnismgr. orðist svo: Aðrar upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið fer fram á að umsækjandi veiti og máli skipta við mat á hæfi eigenda virkra eignarhluta.
                  h.      Við 5. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita undanþágur frá skilum á upplýsingum skv. 4. mgr. hafi lögaðili ekki tök á að afla þeirra eða ef umsækjandi lýtur opinberu fjármálaeftirliti í öðru ríki og unnt sé að afla sambærilegra upplýsinga frá fjármálaeftirliti heimaríkis umsækjanda.
                  i.      1. málsl. 6. efnismgr. orðist svo: Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort umsækjandi sé hæfur til að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs viðskiptabanka og skal gæta meðalhófs við það mat.
                  j.      Við 10. efnismgr. bætist nýr málsliður, sem verði 8. málsl., svohljóðandi: Sé hlutur ekki seldur á tilskildum tíma er Fjármálaeftirlitinu heimilt að beita aðila dagsektum samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
                  k.      Við 11. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sé hlutur ekki seldur á tilskildum tíma er Fjármálaeftirlitinu heimilt að beita aðila dagsektum samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
     2.      Við 6. gr.
                  a.      1. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Aðilar sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skulu leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrir fram.
                  b.      Orðið „kennitölu“ í 1. tölul. 2. efnismgr. falli brott.
                  c.      4. tölul. 2. efnismgr. orðist svo: Áform um breytingar á verkefnum fyrirtækis í verðbréfaþjónustu.
                  d.      8. tölul. 2. efnismgr. orðist svo: Reynslu umsækjanda af fjármálastarfsemi.



Prentað upp á ný.

                  e.      11. tölul. 2. efnismgr. falli brott.
                  f.      Við 12. tölul. bætist: laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði.
                  g.      13. tölul. 2. efnismgr. orðist svo: Aðrar upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið fer fram á að umsækjandi veiti og máli skipta við mat á hæfi eigenda virkra eignarhluta.
                  h.      Við 3. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita undanþágur frá skilum á upplýsingum skv. 4. mgr. hafi lögaðili ekki tök á að afla þeirra eða ef umsækjandi lýtur opinberu fjármálaeftirliti í öðru ríki og unnt sé að afla sambærilegra upplýsinga frá fjármálaeftirliti heimaríkis umsækjanda.
                  i.      1. málsl. 4. efnismgr. orðist svo: Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort umsækjandi sé hæfur til að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fyrirtækis í verðbréfaþjónustu og skal gæta meðalhófs við það mat.
                  j.      Við 8. efnismgr. bætist nýr málsliður, sem verði 8. málsl. svohljóðandi: Sé hlutur ekki seldur á tilskildum tíma er Fjármálaeftirlitinu heimilt að beita aðila dagsektum samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
                  k.      Við 9. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sé hlutur ekki seldur á tilskildum tíma er Fjármálaeftirlitinu heimilt að beita aðila dagsektum samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
     3.      Á eftir 8. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
              Í stað tilvísunarinnar „13. tölul. 2. gr.“ í 30. gr. laganna kemur: 14. tölul. 2. gr.
     4.      Við 9. gr. Inngangsmálsliður orðist svo: 4. tölul. 1. mgr. 60. gr. laganna orðast svo.
     5.      Við 10. gr., sem verði 11. gr.
                  a.      1. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Aðilar sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í vátryggingafélagi skulu leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrir fram.
                  b.      Orðið „kennitölu“ í 1. tölul. 2. efnismgr. falli brott.
                  c.      4. tölul. 2. efnismgr. orðist svo: Áform um breytingar á verkefnum vátryggingafélags.
                  d.      8. tölul. 2. efnismgr. orðist svo: Reynslu umsækjanda af fjármálastarfsemi.
                  e.      11. tölul. 2. efnismgr. falli brott.
                  f.      Við 12. tölul. bætist: laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði.
                  g.      13. tölul. 2. efnismgr. orðist svo: Aðrar upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið fer fram á að umsækjandi veiti og máli skipta við mat á hæfi eigenda virkra eignarhluta.
                  h.      Við 3. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita undanþágur frá skilum á upplýsingum skv. 4. mgr. hafi lögaðili ekki tök á að afla þeirra eða ef umsækjandi lýtur opinberu fjármálaeftirliti í öðru ríki og unnt sé að afla sambærilegra upplýsinga frá fjármálaeftirliti heimaríkis umsækjanda.
                  i.      1. málsl. 4. efnismgr. orðist svo: Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort umsækjandi sé hæfur til að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs vátryggingafélags og skal gæta meðalhófs við það mat.
                  j.      Við 8. efnismgr. bætist nýr málsliður, sem verði 8. málsl., svohljóðandi: Sé hlutur ekki seldur á tilskildum tíma er Fjármálaeftirlitinu heimilt að beita aðila dagsektum samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
                  k.      Við 9. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sé hlutur ekki seldur á tilskildum tíma er Fjármálaeftirlitinu heimilt að beita aðila dagsektum samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.